Announcing: BahaiPrayers.net


More Books by bænir

Andleg lausn
Andleg ráð
Andlegir eiginleikar
Aukadagarnir
Aðstoð
Bahá’í bænir-Íslenska
Bænir fyrir látnum
Börn og unglingar
Eining
Eldtaflan
Erfiðleikar og mótlæti
Fastan
Fjölskyldur
Fundir
Fyrirgefning
Græðing
Hjálp í mótlæti
Hjónaband
Kennsla og þjónusta
Kvöldbænir
Lengri skyldubænin
Lengsta skyldubænin
Lofgjörð og þökk
Mannkynið
Miskunn
Morgunbænir
Naw-Rúz
Réttur Guðs
Sigur málstaðarins
Sjóðurinn
Staðfesta
Stutta skyldubænin
Sáttmálinn
Tafla Ahmads
Tafla Hins heilaga sæfara
Vernd
Vitjunartafla
Free Interfaith Software

Web - Windows - iPhone








bænir : Andleg lausn
Andleg lausn (#1603)

Leyf mér, ó Guð minn, að nálgast Þig og dvelja í forgarði hásætis Þíns, því fjarlægðin frá Þér hefur nærfellt eytt mér upp. Lát mig hvílast í skugg­anum af vængjum náðar Þinnar, því logi að­skilnaðar við Þig hefur tært hjartað í brjósti mér. Drag mig nær fljótinu sem er lífið sjálft, því sál mín brennur af þorsta í þrotlausri leit að Þér. And­vörp mín, ó Guð minn, lýsa beiskju angistar minnar og tárin sem ég felli vitna um ást mína til Þín.

Í auðmýkt bið ég Þig við lofið sem Þú færir sjálfum Þér og dýrðina sem Þú vegsamar með kjarna Þinn, að gefa að við teljumst til þeirra sem hafa þekkt Þig og viðurkennt herradóm Þinn á dögum Þínum. Hjálpa okkur einnig, ó Guð minn, að drekka úr hönd­um miskunnar lifandi vatn ástúðar Þinnar, svo við gleymum algjörlega öllu nema Þér, og gætum að engu nema sjálfi Þínu. Þú hefur vald til að gera vilja Þinn. Enginn er Guð nema Þú, hinn máttugi, hjálpin í nauðum, hinn sjálfumnógi.

Vegsamað sé nafn Þitt, ó Þú sem ert konungur allra konunga.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Andleg lausn (#1604)

Vegsamaður ert Þú, ó Guð minn! Ég flyt Þér þakkir fyrir að hafa kynnt mér þann sem er dögun miskunnar Þinnar og dagsbrún náðar Þinn­ar og varðveitir málstað Þinn. Ég bið til Þín við nafn Þitt, sem lýsir upp andlit þeirra sem Þér eru nálægir, og fær hjörtu þeirra sem eru helgaðir Þér til að þreyta flugið til Þín, að gefa að ég megi ætíð og hvernig sem ástatt er halda í líftaug Þína og laðist að engum nema Þér, svo að augu mín megi stöðugt hvíla á sjónarhring opinberunar Þinn­ar, og ég framfylgi því sem Þú hefur ráðið mér í töflum Þínum.

Skrýð Þú, ó Drottinn minn, bæði innri og ytri verund mína búningi hylli Þinnar og ástúðar. Varð­­veit mig einnig frá hverju því sem Þér kann að vera andstyggð, og aðstoða mig og ættingja mína af náð Þinni að hlýðnast Þér og forðast hvaðeina sem vakið getur með mér illar eða spilltar langanir.

Þú ert að sönnu Drottinn alls mannkyns, eigandi þessa heims og hins næsta. Enginn er Guð nema Þú, sá er allt þekkir, hinn alvitri.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Andleg lausn (#1605)

Lofað sé nafn Þitt, ó Guð minn! Ég sárbæni Þig við ilminn af klæðum náðar Þinnar, sem að boði Þínu og samkvæmt ósk Þinni var veitt yfir gjörvallt sköpunarverkið, og við sól vilja Þíns sem skinið hefur sakir valds máttar Þíns og yfirráða, ofar sjónarhring miskunnar Þinnar, að afmá úr hjarta mínu alla hégómlega duttlunga og fánýtar ímyndanir, svo ég megi af allri ást minni leita til Þín, ó Þú Drottinn alls mannkyns!

Ég er þjónn Þinn og sonur þjóns Þíns, ó Guð minn. Ég hef tekið í handfestu náðar Þinnar og haldið í líftaug mildrar miskunnar Þinnar. Ákvarða mér hið góða sem er af Þér, og nær mig af mat­borðinu sem Þú sendir niður úr skýjum örlætis Þíns og himni hylli Þinnar.

Þú ert í sannleika Drottinn veraldanna og Guð allra á himnum og jörðu.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Andleg lausn (#1606)

Mörg eru þau köldu hjörtu, ó Guð minn, sem hafa upptendrast af eldi málstaðar Þíns og margur sofandinn hefur risið upp við sætleika raddar Þinnar. Hve margir eru ekki þeir ókunnu sem leituðu skjóls í forsælunni af tré einleika Þíns og hve fjölmargir þeir sem brunnu af þorsta eftir lind lifandi vatns Þíns á dögum Þínum!

Sæll er sá sem hefur leitað til Þín og hraðað sér að árdagsljóma ásýndar Þinnar. Sæll er sá sem af allri ást sinni hefur leitað til dagsbrúnar opin­berunar Þinnar og uppsprettu innblásturs Þíns. Sæll er sá sem lét það af hendi rakna á vegi Þínum sem Þú gafst honum af örlæti Þínu og velvild. Sæll er sá sem í sárri þrá eftir Þér hefur varpað frá sér öllu nema Þér. Sæll er sá sem hefur notið náinna sam­vista við Þig og leyst sig úr viðjum alls nema Þín.

Ég sárbæni Þig, ó Drottinn minn, við Hann sem er nafn Þitt og sem í krafti valds Þíns og yfirráða hefur risið yfir sjónarhring prísundar sinnar, að ákvarða það öllum til handa sem Þér er verðugt og sæmir upphafningu Þinni.

Máttur Þinn er að sönnu jafnoki alls sem er.
-Bahá'u'lláh
-----------------------
Andleg lausn (#1607)

Ég veit ekki, ó Guð minn, hver sá eldur er sem Þú kveiktir í landi Þínu. Jörðin fær aldrei myrkvað ljóma hans né vatnið slökkt loga hans. Öllum þjóðum heims er um megn að standa í gegn krafti hans. Mikil er blessun þess sem hefur laðast að honum og heyrt gný hans.

Sumum gerðir Þú kleift, ó Guð minn, með styrkj­andi náð Þinni að nálgast hann, en öðrum aftraðir Þú vegna þess sem hendur þeirra hafa gert á dögum Þínum. Hver sá er hefur hraðað sér áleiðis og náð til hans, hefur í löngun sinni að líta fegurð Þína lagt líf sitt í sölurnar á vegi Þínum, og stigið upp til Þín í fullkominni lausn frá öllu nema Þér sjálfum.

Ég bið til Þín, ó Drottinn minn við þennan eld, sem bálar og funar í heimi sköpunarinnar, að svipta burt hulunum sem hindra mig frá því í að stíga fram fyrir hásæti tignar Þinnar og standa við inngang Þinn. Ákvarða mér, ó Drottinn minn, allt hið góða sem Þú sendir niður í bók Þinni, og lát mig ekki vera fjarri skjóli miskunnar Þinnar.

Þú ert þess megnugur að gera það sem Þér líst. Þú ert sannlega hinn alvoldugi og veglyndasti.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Andleg lausn (#1608)

Lof sé Þér, ó Guð minn! Ég er einn þjóna Þinna sem hafa trúað á Þig og tákn Þín. Þú sérð hvernig ég hef leitað dyra náðar Þinnar og beint ásjónu minni að ástríki Þínu. Ég sárbæni Þig við ágætustu nafnbætur Þínar og upphöfnustu eigindir að opna fyrir mér hlið gjafa Þinna. Aðstoða mig síðan við að gera það sem gott er, ó Þú sem ert eigandi allra nafna og eiginda.

Ég er fátækur, ó Drottinn minn, og Þú ert hinn ríki. Ég hef beint augliti mínu að Þér og skilist frá öllu nema Þér. Ég bið Þig að svipta mig ekki andvara mildrar miskunnar Þinnar og halda því ekki frá mér sem Þú hefur ákvarðað hinum útvöldu meðal þjóna Þinna.

Tak huluna frá augum mínum, ó Drottinn minn, til þess að ég megi skilja það sem Þú hefur óskað skepnum Þínum til handa og uppgötva í öllum birtingum handaverks Þíns opinberanir Þíns alls­ráðandi valds. Heilla sál mína, ó Drottinn minn, með máttugustu táknum Þínum og drag mig upp úr djúpi illra og spilltra ástríðna minna. Rita því niður fyrir mig hið góða í þessum heimi og þeim sem kemur. Þú ert þess megnugur að gera það sem Þér þóknast. Enginn er Guð nema Þú, hinn al­dýrlegi sem allir leita ásjár hjá.

Ég færi Þér þakkir, ó Drottinn minn, fyrir að Þú hefur vakið mig af svefni mínum og reist mig upp og skapað í mér löngun til að skilja það sem flestum þjónum Þínum hefur mistekist að skynja. Ger mig þess umkominn, ó Drottinn minn, að skynja vegna ástar á Þér og sakir velþóknunar Þinnar, allt sem Þú hefur óskað. Allt sem skapað er vitnar um mátt Þinn og yfirráð.

Enginn er Guð nema Þú, hinn almáttugi og bless­unarríki.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Andleg lausn (#1609)

Miklað sé nafn Þitt, ó Drottinn Guð minn. Af þess völdum hafa trén í garði opinberunar Þinnar klæðst grænum skrúða og borið ávexti heilag­leik­ans á þessu vori þegar sæt angan hylli Þinn­ar og blessana hefur borist yfir allt sem skapað er og leitt í ljós allt sem því var fyrirhugað í ríki Þinn­ar óafturkallanlegu ákvörðunar og á himni Þíns óhagganlega tilgangs. Ég bið Þig við þetta nafn, að láta mig ekki vera fjarri aðsetri heilag­leika Þíns og meina mér ekki um aðgang að upp­höfnum helgi­dómi einingar Þinnar og einstæðis.

Tendra einnig í brjósti mér, ó Guð minn, eld ástar Þinnar, svo logar hans eyði öllu öðru en minning­unni um Þig og sérhver vottur spilltrar ástríðu hverfi að fullu og öllu innra með mér og ekkert verði eftir nema vegsömun Þinnar yfirskil­vitlegu og aldýrlegu verundar. Þetta er heitasta ósk mín og æðsta þrá, ó Þú sem öllu ræður og hefur í hendi Þér ríki gervallrar sköpunarinnar. Sannlega gerir Þú það sem Þér þóknast. Enginn er Guð nema Þú, hinn almáttugi og aldýrlegi, sá er ætíð fyrirgefur.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Andleg lausn (#1610)

Lof sé Þér, ó Drottinn Guð minn. Ég sárbæni Þig við tákn Þín sem hafa umlukið allt sköpunar­verkið, við ljós ásjónu Þinnar sem hefur uppljómað alla á himnum og jörðu, við miskunn Þína sem er hafin yfir allt sem skapað er, og við náð Þína sem hefur umvafið alheiminn, að svipta burt hulunum sem skilja mig frá Þér svo að ég megi hraða för minni að uppsprettu Þíns máttuga innblásturs og til dagsbrúnar opinberunar Þinnar og ríkulegra gjafa og sökkva í úthaf návistar Þinnar og velþóknunar.

Lát mig ekki, ó Drottinn minn, fara á mis við að þekkja Þig á dögum Þínum og afklæð mig ekki kyrtli leiðsagnar Þinnar. Gef mér að drekka af fljót­inu sem er lífið sjálft og streymir frá para­dís­inni (Riḍván), þar sem hásæti nafns Þíns, hins al­mis­kunn­sama, var grundvallað; svo að augu mín megi opnast, andlit mitt uppljómast, hjarta mitt full­viss­ast, sál mín upplýsast og skref mín verða stöðug.

Þú ert sá sem frá upphafi varst öllu æðri sakir máttar Þíns og gast með fulltingi vilja Þíns ákvarðað allt. Alls ekkert á himni Þínum eða jörðu getur komið í veg fyrir ákvörðun Þína. Haf því miskunn með mér, ó Drottinn minn af náðugri forsjá Þinni og örlæti og hneig eyra mitt að ljúfum söngvum fuglanna sem syngja Þér lof í greinunum á tré einstæðis Þíns.

Þú ert gjafarinn mikli, sá sem ætíð fyrirgefur, hinn vorkunnlátasti.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Andleg lausn (#1611)

Í nafni Drottins Þíns skaparans, hins æðsta valdhafa, þess sem öllum nægir, hins upp­hafnasta, þess sem allir leita ásjár hjá. Seg: Ó Guð minn! Ó Þú sem ert skapari himins og jarðar, ó Drottinn ríkisins! Þú þekkir vel leyndarmál hjarta míns en verund Þín er órannsakanleg öllum nema sjálfum Þér. Þú sérð allt sem er af mér og engum er það fært nema Þér. Veit mér af náð Þinni það sem gerir mér kleift að komast af án alls nema Þín og ákvarða mér það sem gerir mig óháðan öllum nema Þér. Gef að ég megi uppskera ávinning lífs míns í þessum heimi og þeim sem kemur. Opna fyrir augliti mínu hlið náðar Þinnar og veit mér náðar­samlega mikla miskunn Þína og gjafir.

Ó Þú Drottinn ríkulegrar náðar! Lát himneska hjálp Þína umvefja alla þá sem elska Þig og gef okkur þær gjafir og hylli sem eru í eigu Þinni. Ver okkur nægur umfram allt annað, fyrirgef syndir okkar og miskunna Þig yfir okkur. Þú ert Drottinn okkar og Drottinn alls sem skapað er. Engan áköllum við nema Þig og einskis leitum við nema vildar Þinnar. Þú ert Drottinn veglyndis og náðar, ósigrandi í valdi Þínu og fremstur allra í áformum Þínum. Enginn er Guð nema Þú, eigandi alls, hinn upphafnasti.

Veit blessanir Þínar, ó Drottinn minn, sendi­boðum Þínum, hinum heilögu og réttlátu. Sann­lega ert Þú Guð, hinn óviðjafnanlegi og alknýjandi.

-Bábinn
-----------------------
Andleg lausn (#1612)

Ó Drottinn! Hjá Þér leita ég athvarfs og sný hjarta mínu í átt til allra tákna Þinna.

Ó Drottinn! Hvort sem ég er á ferðalagi eða heima við, í starfi mínu og atvinnu, set ég allt traust mitt á Þig.

Veit mér hjálp Þína, sem ein nægir mér, svo að ég verði óháður öllu sem er, ó Þú sem ert óvið­jafnan­legur í miskunnsemi Þinni!

Úthluta mér mínum skerfi, ó Drottinn, að vild Þinni, og gef að ég geri mér hvaðeina að góðu, sem Þú hefur ákvarðað mér.

Óskorað er vald Þitt að skipa.
-Bábinn
-----------------------
Andleg lausn (#1613)

Ó Guð, Guð minn! Þú ert von mín og ástvinur, æðsta þrá mín og takmark! Af mikilli auð­mýkt og algjörri helgun bið ég til Þín að gera mig að bænaturni ástar Þinnar í landi Þínu, lampa þekkingar Þinnar meðal skepna Þinna og fána guðlegs örlætis í ríki Þínu.

Tel mig með þeim þjónum Þínum sem hafa skilist frá öllu nema Þér, helgað sig frá hverfulleika þessa heims og frelsað sig frá hvískri þeirra sem ala á fá­nýtum hugarburði.

Fyll hjarta mitt fögnuði með anda staðfestingar frá ríki Þínu og lát birta fyrir sjónum með stöðugri úthellingu guðlegrar liðveislu frá ríki allsráðandi dýrð­ar Þinnar.

Þú ert að sönnu hinn almáttugi og aldýrlegi, hinn alvoldugi.

-`Abdu'l-Bahá
-----------------------
Andleg lausn (#1614)

Ó Guð, Guð minn! Gef mér bikar fullan lausnar frá öllu sem er og gleð mig með víni ástar á Þér á þingi gjafa Þinna og ljósa. Frelsa mig frá atlögum ástríðu og löngunar, leys mig úr hlekkj­um þessa lægri heims, laða mig í fagnaðar­leiðslu til Þíns guðdómlega ríkis og endurnær mig meðal þjónustumeyja Þinna með andvara heilag­leika Þíns.

Ó Drottinn, ger ásjónu mína bjarta af ljósum gjafa Þinna, fær augum mínum ljóma með táknum Þíns allsráðandi máttar; veit hjarta mínu unað með dýrð þekkingar Þinnar sem umvefur allt sem er, gleð sál mín með endurlífgandi tíðindum mikils fagnaðar, ó Þú konungur þessa heims og ríkisins á hæðum, ó Þú Drottinn yfirráða og máttar, svo ég megi kunngera tákn Þín og um merki allt um kring, kynna málstað Þinn og útbreiða kenningar Þínar, þjóna lögmáli Þínu og upphefja orð Þitt.

Þú ert vissulega hinn voldugi, sá sem ætíð gefur, hinn megnugi, hinn alvaldi.

-`Abdu'l-Bahá
-----------------------

Table of Contents: Albanian :Arabic :Belarusian :Bulgarian :Chinese_Simplified :Chinese_Traditional :Danish :Dutch :English :French :German :Hungarian :Íslenska :Italian :Japanese :Korean :Latvian :Norwegian :Persian :Polish :Portuguese :Romanian :Russian :Spanish :Swedish :Turkish :Ukrainian :