Announcing: BahaiPrayers.net


More Books by Ridvan

1996-153BE
1997-154BE
1998-155BE
1999-156BE
2000-157BE
2001-158BE
2002-159BE
2003-160BE
2004-161BE
2005-162BE
2006-163BE
2007-164BE
2008-165BE
2009-166BE
2010-167BE
2011-168BE
2012-169BE
2013-170BE
2014-171BE
2015-172BE
2016-173BE
2017-174BE
2018-175BE
Free Interfaith Software

Web - Windows - iPhone








Ridvan : 1999-156BE
Allsherjarhús réttvísinnar
Ridvan 1999 / 156BE
Til bahá'ía um heim allan
Ástkæru vinir,

Von kviknar í hjörtum okkar, þegar við virðum fyrir okkur þann árangur sem náðst hefur á liðnu ári, hinu næstsíðasta í örlagaríkum lokaáfanga fjögurra ára áætlunarinnar. Frá því árið hófst á afdrifaríkan hátt með áttunda alþjóðaþingi bahá'ía, hefur Bahá'í heimurinn haldið uppi stöðugt vaxandi starfsemi og veruleg þróun orðið í átt til hópinngöngu. Samfélag okkar hefur greinilega vaxið og mannauður þess aukist ríkulega. Framfarir má merkja hvarvetna án tillits til þess frá hvaða sjónarhorni við sjáum samfélagið - allt frá sviði útbreiðslu til treystingar, í félags- og efnahagslegri þróun og ytri samskiptum, í þjónustu ungmenna og listrænni tjáningu, við heimsmiðstöð trúarinnar og í fjarlægum þorpum og bæjum. Horfurnar hvað varðar áætlunina eru hvetjandi.

Orkan sem skapaðist á alþjóðaþinginu gegnsýrði ráðstefnuna sem ráðgjafarnir héldu í kjölfar þess og styrkti enn frekar óþreytandi þátttakendur hennar. Hún einkenndi framvindu mála á landsþingunum sem haldin voru í maí, þar á meðal í SaBahá Sarawak og Slóvakíu, sem héldu landsþing sín í fyrsta sinn til að mynda andleg þjóðarráð. Þessi sama orka fyllti alþjóðlegu kennslumiðstöðina, sem hefur sýnt eftirtektarverða getu á þeim skamma tíma sem liðinn er síðan sjötta kjörtímabil hennar hófst á yfirlýsingarhátíð Bábsins.

Ráðgjafarnir einbeittu sér að því að bæta og styrkja skipulag sitt og fóru því ekki í venjubundnar ferðir sínar þetta fyrsta ár, en búast má við að þeir byrji aftur að heimsækja ýmsa heimshluta og beita örvandi áhrifum sínum að farsælum lokum fjögurra ára áætluninarinnar. Samfara þessum atburðum í Landinu helga, verður byggingarframkvæmdum á Karmelfjalli, sem fulltrúar á alþjóðaþinginu sáu sér til mikillar hrifningar og furðu, haldið áfram uns þeim lýkur á tilsettum tíma í lok aldarinnar.

Eftir að framkvæmdir hófust á öllum byggingarsvæðum sem eftir eru á síðustu Ridvan-hátíð, hefur framkvæmdahraðinn nú náð nýju hástigi. Miðstöð textarannsókna og viðbygging safnahússins verða tekin í notkun innan fáeinna vikna; útveggir alþjóðlegu kennslumiðstöðvarinnar hafa að fullu verið klæddir marmara og unnið er að lokaáföngum á öllum stigum inni í byggingunni. Lækkun Hatzionut-strætis sem var gerð til að koma fyrir brúnni, sem nú tengir saman stallana við grafhýsi Bábsins, hefur verið lokið og eðlileg umferð er aftur komin á.

Glæsileiki stallanna, sem nú afhjúpast augum manna, hefur vakið svo almenna athygli að nítjándi stallurinn hefur þegar verið opnaður daglega fyrir gesti og vakið hrifningu þakkláts almennings. Einn liðurinn í herferð borgarstjórnarinnar í Haifa til að vekja alþjóðlega athygli á borginni er prentun myndskreytts bæklings af grafhýsi Bábsins og stöllunum á fimm tungumálum auk hebresku.

Við komumst ekki hjá því að nefna að minnsta kosti tvö óskyld framfaraskref sem hafa verið tekin við heimsmiðstöðina: Fyrst þá ákvörðun að fjölga í pílagrímshópum úr 100 í 150 -- þessi ákvörðun tekur gildi, þegar sú endurnýjun, sem nú fer fram á nýkeyptri byggingu, andspænis grafreiti hins Helgasta laufs, hefur verið lokið og hægt er að nota hana sem pílagrímahús og stjórnstöð umfangsmeiri pílagrímaferða. Önnur eftirtektarverð framþróun, sem óhjákvæmilega fer hægt, er áætlun um þýðingu texta úr ritum Bahá'u'lláh með nýja enska útgáfu verka hans að markmiði. Unnið er að þýðingum á meiriháttar töflum eins og Súriy-i-Mulúk og Súriy-i-Haykal, sem og öllum textum þeirra taflna, sem beint er til einstakra konunga og stjórnenda. Meðal þeirra eru einnig Súriy-i-Ra'is, Lawh-i-Ra'is og Lawh-i-Fu'ád.

Málstaður Bahá'u'lláh sækir ómótstæðilega fram og aukin rækt er lögð á að örva, þróa og nýta mannauð með kerfisbundnum hætti. Frekari myndun þjóðlegra og svæðisbundinna þjálfunarstofnana, sem nú eru alls 344 talsins, hefur stuðlað að þesssari þróun með þeim árangri að um 70.000 einstaklingar hafa þegar lokið að minnsta kosti einu námskeiði, að undanskildri Norður-Ameríku og Íran þar sem mörg námskeið hafa verið haldin. Allt þetta stuðlar að vaxandi fjölda virkra og staðfastra stuðningsmanna málstaðarins. Þeir miklu möguleikar sem eru fólgnir í þessari hreyfingu fram á við kemur meðal annars fram í skýrslu sem hefur borist frá Chad. Á svæði í því landi sem naut þjónustu þjálfunarstofnunar, tóku 1000 manns trúna fyrir tilstilli þeirra einstaklinga sem fengu þjálfunina. Skilningur á nauðsyn þess að vinna kerfisbundið að þróun mannauðs er allstaðar að festa rætur.

Samhliða gagnsemi þjálfunarstofnana, sem þegar hefur komið í ljós, fer hagnýt myndun Bahá'í umdæmisráða í völdum löndum þar sem aðstæður hafa gert myndun þessara stofnana raunhæfa og nauðsynlega. Þar sem náin samvinna er milli umdæmisráða og þjálfunarstofnunar skapast öflugur vettvangur fyrir samhengi þeirra ferla, sem stuðla að útbreiðslu og treystingu á svæðunum, og fyrir hagnýta tengingu þjálfunarstofnana við þróunarþarfir svæðisamfélaganna. Auk þess stuðla starfsreglur, sem gera álfuráðgjöfum og umdæmisráðum kleift að hafa bein samskipti sín á milli, að frekari tengslum stofnana sem ásamt sambandi svæðisnefndanna við þjóðar- og svæðisráð, skapa grundvöll fyrir öfluga samhæfingu í svæðisbundnu starfi. Síaukið starf að félagslegri og efnahagslegri þróun nýtur einnig góðs af starfsemi þessara þjálfunarstofnana sem sinna málefnum eins og læsi, lágmarksheilsugæslu og þróun kvenna. Aukin viðleitni Skrifstofu fyrir félagslega og efnahagslega þróun við að stuðla að hnattrænu ferli fræðslu um viðeigandi Bahá'í meginreglur eflist af starfi þessara stofnana og einnig af stofnun samtaka, innblásnum Bahá'í anda, sem dreifð eru vítt um heimsbyggðina. Ljóst er því að hæfni og styrkur stofnana til að stjórna þróunarverkefnum hefur aukist. Þetta kemur skýrt fram í verkefnum sem fara fram á vegum Bahá'í stofnana eða einstaklingar hafa frumkvæði að með innblæstri trúarinnar. Framúrskarandi dæmi um þetta er Einingarskólinn sem fjölskylda í Eþíópíu stofnaði með rúmlega 5000 nemendur á síðasta ári. Þetta var fyrsti einkaskólinn í landinu, og síðla árs 1998 sá eini. Annað dæmi, minna í sniðum en engu að síður þýðingamikið, er frumkvæði fjölskyldu í Buffalo í New York. Á heimili sínu hafa þau aðstoðað tugi barna og unglinga úr miðborginni við að komast í kynni við andlegar og siðferðilegar kenningar Bahá'í trúarinnar og þroska með sér hegðunarmynstur sem mun gera þeim kleift að sigrast á sjálfseyðileggjandi viðhorfum sem skapast af fátækt og kynþáttafordómum.

Á sviði ytri samskipta eiga tilkomumestu afrekin rætur sínar í tveimur hörmulegum atburðum í Íran. Fyrirvaralaus aftaka Rúhu'lláh Rawháni í Mashhad síðasta júlí, fyrsti opinberi atburðurinn af þessu tagi í sex ár, var áfall sem vakti fordæmislaus mótmæli stofnana Sameinuðu þjóðanna og ríkisstjórna víða um heim. Í septemberlok gerði leyniþjónusta stjórnarinnar skipulagða árás á Bahá'í Stofnun fyrir æðri menntun, handtók 36 kennara skólans og réðist inn á meira en 500 heimili um allt landið. Þetta atvik varð tilefni mótmælaherferðar sem enn stendur yfir víða um heim. Akademískar stofnanir og samtök, skólamenn og stúdentahópar hafa tekið þátt í þeim og fjölmiðlar hafa fengið sérstakan áhuga á eins og fram kemur í efnismiklum greinum í Le Monde, New York Times and öðrum heimsblöðum. Samþykkt enn annarrar ályktunar Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum þar sem bahá'íarnir eru sérstaklega nefndir, má án efa rekja til þessara linnulausu trúarofsókna.

En þótt miklar kröfur séu gerðar eru til vinanna í öllum heimshornum um að verja aðþrengda bræður okkar, var verulegri athygli einnig beint að fjölbreyttri viðleitni á sviði ytri samskipta. Meðal þessara verkefna má nefna fjögurra mánaða langa ferð, sem sendimaður Húss réttvísinnar, Giovanni Ballerio, fór til eyja í Kyrrahafi þar sem hann hitti 22 þjóðarleiðtoga, 5 forystumenn stjórna og meira en 40 aðra háttsetta embættismenn; tilraunir, sem fjöldi Andlegra þjóðarráða gerði, að tilhlutan Alþjóðaskrifstofu Bahá'í samfélagsins hjá Sameinuðu þjóðanna, til að auka uppfræðslu um mannréttindi; þáttöku fulltrúa Bahá'í samfélagsins í S-Afríku í starfi Sannleika og sáttanefndarinnar að boði hennar, en á þeim vettvangi gátu þeir sýnt fram á hiklausan stuðning við kynþáttaeiningu á öllum apartheid-tímanum; velheppnað starf samfélaganna í Ástralíu, Brasilíu, Finnnlandi og Portúgal við að fá yfirvöld menntamála að taka námsskeið um Bahá'í trúna inn í námskrá grunn- og framhaldsskóla. Þessi verkefni, svo ekki sé minnst á almenn upplýsingaverkefni sem sköpuðu umtal í öllum fjölmiðlum, eru dæmi um víðtæk verkefni á sviði ytri samskipta, sem tóku orku samfélagsins.

Samskonar verkefnahrina fól í sér beitingu listrænnar tjáninar og eru tónarlistarviðburðir og aðrir listrænir viðburðir sem tengjast hátíðahöldum í París á aldarafmæli stofnunar trúarinnar í Evrópu framúrskarandi dæmi þar um. Raddir Bahá kórsins, sem skipaður er 68 meðlimum frá Evrópu og Ameríku glöddu áheyrendur í átta borgum Evrópu og komu mörgum í kynni við trúna. "Ljós og eldur", fullgerðum hluta óperu/balletts, sem Bahá'í tónskáldið Lasse Thoresen í Noregi er að skrifa, var sýndur við góðar undirtektir í september á virtri tónlistarhátíð í Póllandi sem nefnist "Haust í Varsjá" og sem Svíadrottning opnaði. Verkið er byggt á nýlegum hetjudáðum píslarvottanna í Íran og færði áheyrendum þekkingu á trúnni. Forysta Evrópu á þessum sérstöku sviðum kom einnig fram á Kammermúsíkhátíðinni í Austurríki þar sem forseti lýðveldisins veitti Bijan Khadem-Missagh, Bahá'í fiðluleikara og stjórnanda, Austurríkiskrossinn fyrir vísindi og listir, æðstu viðurkenningu sinnar tegundar í landinu. Á dagskránni á sömu hátíð var upplestur á völdum köflum úr Bahá'í ritningunum og öðrum helgum ritum. En einnig verður að segja viðurkenningarorð um það mikilvæga hlutverk sem ungmenni um allan heim hafa gegnt með því að beita listiðkun í kennslustarfi; og þá sérstaklega túlkanir danshópa, sem hafa vakið athygli innan og utan Bahá'í samfélagsins.

Við hefjum því þessa Ridvan hátíð sem samfélag í lífrænni umbreytingu, njótum samhengi sýnar og verkefna sem samræmast því áformi að stuðla að hópinngöngu. Og við hefjum lokaár áætlunarinnar með auknum stjórnarfarslegum styrk, þegar þrjú lönd í Evrópu, - Lettland, Litháen og Makedónía - halda fyrstu landsþing sín til að mynda andleg þjóðarráð og fjölga þannig stoðum Allsherjarhúss réttvísinnar í 182. En handan þessarar gleðistundar bíður tímasetning væntinga, þar sem lok fjögurra ára áætlunarinnar á Ridvan árið 2000 eru efst á lista . Þessu næst hefst á degi sáttmálans sama ár nýtt kjörtímabil álfuráðsins, en meðlimir þess verða brátt þar á eftir kvaddir til Bahá'í heimsmiðstöðvarinnar til ráðstefnu þar sem meðal annars verður rætt um þætti í nýrri heimskennslu- og treystingaráætlun. Samkoma ráðgjafanna verður upphaf þess að alþjóðlega kennslumiðstöðin fái til umráða varanlegt aðsetur sitt, en aðstoðarráðgjöfum um allan heim verður boðið að taka þátt í þeirri athöfn ásamt ráðgjöfunum í landinu helga. Verkefnum á Karmelfjalli verður lokið á þeim tíma og undirbúningur að helgunarathöfnum sem eiga að fara fram 22. og 23. maí 2001 verður þá langt á veg kominn. Fjölda fulltrúa frá sérhverju baháí samfélagi verður boðað að vera viðstaddur þessa athöfn. Nánari atriði varðandi þessa viðburði verða kynntir þegar þar að kemur.

Þessir mikilvægu atburðir gerast á því tímaskeiði, sem aðskilur tuttugustu öldina og nýtt árþúsund, samkvæmt almennu tímatali. Þeir undirstrika andstæðurnar milli fullvissaðrar sýnar, sem knýr áfram uppbyggilegar tilraunir upplýsts samfélags og glundroðakennds ótta, sem grípur milljónir á milljónir ofan, sem enn eru sér ómeðvitaðir um tímana sem þeir lifa. Þeir hafa verið sviptir raunverulegri leiðsögn og festa hugann við hryllingsaburði aldarinnar, örvænta um merkingu þeirra fyrir framtíðina og skilja vart að þessi öld sjálf býr yfir ljósi, sem mun lýsa upp komandi aldir. Þeir eru illa í stakk búnir til að túlka þjóðfélagslegan glundroða sem ríkir á jörðunni, hlusta á spekinga villunnar og sökkva dýpra í fen örvílnunar. Þeir láta truflast af dómadagsspádómum og berjast við vofur fjarstæðukenndra ímyndana. Þeir vita ekkert um þá umbreytandi sýn, sem gefin er af Drottni aldarinnar og reika áfram, slegnir blindu á þennan nýja og óviðjafnanlega dag Guðs.

Þær aumkunarverðu aðstæður, sem slíkt ástand huga og hjarta gefa til kynna, getur ekki annað en knúið okkur til framkvæmda, þrotlausra framkvæmda, við að uppfylla áform áætlunar, sem hefur það að meginmarkmiði sínu að hraða þeirri þróun, sem getur gert vaxandi fjölda fólks í heiminum kleift að finna markmið leitar sinnar og byggja þannig upp sameinað, friðsælt og farsælt líf.

Kæru vinir: þessir dagar líða ótt og títt sem stjörnublik. Skiljið eftir ykkur spor á þessum örlagaríku óviðjafnnalegu tímamótum, sem aldrei munu snúa aftur. Skiljið eftir ykkur ummerki í gerðum, sem geta tryggt ykkur himneskar blessanir og fært ykkur og öllum kynstofninum framtíð, sem ekkert jarðneskt fær komist í samjöfnuð við.

Allsherjarhús réttvísinnar

Table of Contents: Albanian :Arabic :Belarusian :Bulgarian :Chinese_Simplified :Chinese_Traditional :Danish :Dutch :English :French :German :Hungarian :Íslenska :Italian :Japanese :Korean :Latvian :Norwegian :Persian :Polish :Portuguese :Romanian :Russian :Spanish :Swedish :Turkish :Ukrainian :