Announcing: BahaiPrayers.net


More Books by bænir

Andleg lausn
Andleg ráð
Andlegir eiginleikar
Aukadagarnir
Aðstoð
Bahá’í bænir-Íslenska
Bænir fyrir látnum
Börn og unglingar
Eining
Eldtaflan
Erfiðleikar og mótlæti
Fastan
Fjölskyldur
Fundir
Fyrirgefning
Græðing
Hjálp í mótlæti
Hjónaband
Kennsla og þjónusta
Kvöldbænir
Lengri skyldubænin
Lengsta skyldubænin
Lofgjörð og þökk
Mannkynið
Miskunn
Morgunbænir
Naw-Rúz
Réttur Guðs
Sigur málstaðarins
Sjóðurinn
Staðfesta
Stutta skyldubænin
Sáttmálinn
Tafla Ahmads
Tafla Hins heilaga sæfara
Vernd
Vitjunartafla
Free Interfaith Software

Web - Windows - iPhone
bænir : Vernd
Vernd (#1753)

Lof sé þér, ó Drottinn Guð minn! Þú sérð og veist að ég hef hvatt þjóna þína til að snúa sér ekki að neinu nema gjöfum þínum og boðið þeim að gæta aðeins þess sem þú hefur ákvarðað í skýrri bók þinni, bókinni sem var send niður í samræmi við órannsakanlega ákvörðun þína og óafturkallanlegt áform.

Ég fæ ekki mælt orð frá munni, ó Guð minn, nema þú leyfir það og ég get hvergi farið nema með þinni heimild. Þú ert sá, ó Guð minn, sem hefur gefið mér líf með valdi máttar þíns og leyft mér af náð þinni að birta málstað þinn. Sakir þess hefur slíkt mótlæti fallið mér í skaut að tungu minni hefur verið varnað að vegsama þig og mikla dýrð þína.

Allt lof sé þér, ó Guð minn, fyrir það sem þú hefur ákvarðað mér með ráðsályktun þinni og í krafti yfirráða þinna. Ég sárbæni þig um að styrkja mig og þá sem elska mig í ást okkar á þér og gera okkur stöðuga í málstað þínum. Ég sver við mátt þinn! Ó Guð minn! Smán þjóns þíns er að vera útilokaður frá þér eins og með blæju og dýrð hans er fólgin í því að þekkja þig. Með vald nafns þíns að vopni getur ekkert nokkru sinni sært mig og með ást þína í hjarta mínu getur öll heimsins þrenging aldrei vakið mér ógn.

Send því niður, ó Drottinn minn, yfir mig og ástvini mína það sem ver okkur gegn vélabrögðum þeirra sem hafa hafnað sannleika þínum og afneitað táknum þínum.

Þú ert vissulega hinn aldýrlegi og gjafmildasti.
-Bahá'u'lláh
-----------------------
Vernd (#1754)

Lofaður sért þú, ó Drottinn Guð minn! Þetta er þjónn þinn sem teygað hefur úr höndum náðar þinnar vín þinnar ljúfu líknar og fundið keim ástar þinnar á dögum þínum. Ég bið þig innilega við holdtekju nafna þinna, sem engin sorg getur aftrað frá að fagna í ást þinni eða einblína á ásjónu þína, og sem allar hersveitir hinna gálausu megna ekki að snúa af vegi velþóknunnar þinnar; veit honum þau gæði sem eru með þér og lyft honum til slíkra hæða að hann líti á veröldina sem skugga sem hverfur á örskotsstund.

Vernda hann einnig, ó Guð minn, með afli ómælistignar þinnar, gegn öllu sem þér er andstyggð. Sannarlega ert þú Drottinn hans og Drottinn allra veraldanna.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Vernd (#1755)
Í nafni hans, hins upphafna, hæsta og háleitasta!

Dýrlegur ert þú, ó Drottinn Guð minn! Ó þú sem ert Guð minn og meistari, Drottinn minn og hjálparhella, von mín, athvarf og ljós. Ég bið þig við þitt hulda og dýrmæta nafn, sem enginn þekkir nema þitt eigið sjálf, að vernda þann sem ber þessa töflu frá sérhverri ógæfu og plágu, gegn sérhverjum vondum manni og konu, frá illsku illvirkjanna og ráðabruggi hinna vantrúuðu. Vernda hann einnig, ó Guð minn, gegn öllum sársauka og skapraun, ó þú sem hefur í hendi þér ríki allra hluta. Þú hefur sannarlega vald yfir öllu sem er. Þú gerir það sem þér líst og ákvarðar það sem þér þóknast.

Ó þú konungur konunga! Ó þú góði Drottinn! Ó þú uppspretta aldinnar hylli, náðar, örlætis og gjafa! Ó þú sem græðir meinsemdir! Ó þú sem svarar hinum þurfandi! Ó þú ljóssins ljós! Ó þú ljós ofar öllu ljósi! Ó þú sem birtir sérhverja opinberun! Ó þú samúðarfulli! Ó þú miskunnsami! Haf miskunn með þeim sem ber þessa töflu af almestri miskunn þinni og ríkulegri náð, ó þú hinn náðugi og gjafmildi. Vernda hann einnig með hlífiskildi þínum gegn öllu sem er hjarta hans og huga viðurstyggð. Þú ert voldugastur allra valdhafa. Dýrð Guðs hvíli yfir þér, ó þú rísandi sól! Ber því vitni sem Guð hefur sjálfur vitnað um, að enginn er Guð nema hann, hinn almáttugi og ástkærasti.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Vernd (#1756)

Ó Guð, Guð minn! Ég hef lagt af stað frá heimili mínu, haldið fast í taug ástar þinnar og falið mig fullkomlega vernd þinni og forsjá. Ég sárbæni þig við vald þitt sem þú hefur verndað með ástvini þína gegn hinum vegvilltu og öfugsnúnu og gegn sérhverjum mótþróafullum kúgara og illgerðarmanni sem hefur villst langt frá þér, að láta ekkert verða mér að meini sakir náðar þinnar og veglyndis. Ger mér því kleift að snúa aftur til heimilis míns fyrir mátt þinn og vald. Þú ert sannlega hinn almáttugi, hjálpin í nauðum, hinn sjálfumnógi.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Vernd (#1757)

Ákvarða mér, ó Drottinn minn, og þeim sem á þig trúa það sem er okkur fyrir bestu að þínu mati, eins og mælt er fyrir um í móðurbókinni, því í hendi þinni hefur þú ákvarðaðan mæli alls sem er.

Góðar gjafir þínar streyma án afláts yfir þá sem elska þig og þeir sem bera kennsl á guðdómlega einingu þína fá ríkulegan skerf af undursamlegum táknum himneskrar hylli þinnar. Við felum í þína forsjá allt sem þú hefur ákvarðað okkur og biðjum þig að gefa okkur allt hið góða sem þekking þín umlykur.

Vernda mig, ó Drottinn minn, gegn öllu illu sem alviska þín skynjar, því vald og styrkur er aðeins hjá þér, sigur kemur aðeins frá návist þinni og valdboð getur þú einn gefið. Allt sem Guð hefur viljað hefur orðið, og það sem hann hefur ekki viljað verður ekki.

Vald og styrkur er aðeins hjá Guði, hinum upphafnasta og máttugasta.

-Bábinn
-----------------------
Vernd (#1758)

Dýrð sé þér, ó Guð! Þú ert sá Guð sem varst fyrir upphafið, sá sem verður eftir endalokin og sá sem varir handan alls sem er. Þú ert sá Guð sem allt þekkir, æðri öllu sem er. Þú ert sá Guð sem sýnir miskunn öllu sem er, dæmir milli alls sem er og sérð allt sem er. Þú ert Guð Drottinn minn, þú þekkir aðstæður mínar, þú ert vitni að innri og ytri verund minni.

Veit mér og þeim átrúendum sem hafa svarað kalli þínu fyrirgefningu þína. Ver mér sá hjálpari sem nægir mér gegn misgerðum hvers og eins sem vill valda mér sorg eða óskar mér ills. Sannlega ert þú Drottinn alls sem er. Þú nægir öllum og enginn getur orðið sjálfum sér nógur án þín.

-Bábinn
-----------------------
Vernd (#1759)

Í nafni Guðs, Drottins yfirþyrmandi tignar, hins alknýjandi.

Helgaður sé Drottinn sem hefur í hendi sér uppsprettu yfirráða. Hann skapar hvaðeina sem honum þóknast með boði sínu „Ver“, og það er. Hans hefur allt vald verið fram til þessa og hans verður það héðan í frá. Hann gerir hvern sem honum þóknast sigursælan með valdi skipunar sinnar. Hann er í sannleika hinn voldugi, hinn almáttugi. Honum tilheyrir öll dýrð og tign í ríkjum opinberunar og sköpunar og hvarvetna þar á milli. Hann er sannlega hinn máttugi og aldýrlegi. Að eilífu hefur hann verið uppspretta ósigrandi styrks og svo mun verða um eilífð. Hann er að sönnu Drottinn máttar og valds. Öll ríki himins og jarðar og allt þar á milli tilheyrir Guði og vald hans er öllu æðra. Honum tilheyra allir fjársjóðir himins og jarðar og alls þar á milli og vernd hans yfirskyggir allt sem er. Hann er skapari himnanna og jarðarinnar og alls sem þar er á milli og sannlega er hann vitni að öllu sem er. Hann er Drottinn reikningsskilanna öllum sem dvelja á himnum og jörðu og hvarvetna þar á milli og sannlega er Guð fljótur til reikningsskila. Hann setur mælikvarðann sem ákveðinn er öllum á himnum og jörðu og öllu sem er þar á milli. Vissulega er hann hinn æðsti verndari. Í hendi sér hefur hann lykla himins og jarðar og alls þar á milli. Hann úthlutar gjöfum sínum að eigin vild með valdi skipunar sinnar. Náð hans umlykur í sannleika allt sem er, og hann er sá sem allt þekkir.

Seg: Guð nægir mér; hann er sá sem hefur í hendi sér ríki alls sem er. Hann verndar hvern þann þjón sinn sem honum þóknast með valdi himneskra og jarðneskra herskara sinna og með öllu sem er þar á milli. Guð vakir að sönnu yfir öllu sem er.

Ómælanlega upphafinn ert þú, ó Drottinn! Vernda okkur gegn því sem er fyrir framan okkur og aftan, yfir höfðum okkar, til hægri og vinstri handar, undir fótum okkar og gegn öllu öðru sem að okkur beinist. Vissulega er vernd þín óskeikul öllu sem er.*

*Upprunalegt handrit þessarar bænar fyrir vernd er skrifað með eigin hönd Bábsins í formi fimmodda stjörnu.

-Bábinn
-----------------------
Vernd (#6847)

Ég heiti á þig við mátt þinn, ó Guð minn! Lát ekkert verða mér að meini á tímum prófrauna og á gáleysisstundum leiðbein þú fótsporum mínum með innblæstri þínum. Þú ert Guð; megnugur ert þú að gera það sem þér þóknast. Enginn fær staðið gegn vilja þínum eða haldið aftur af ákvörðun þinni.

-Bábinn
-----------------------
Vernd (#1760)

Ó Guð, Guð minn! Vernda trúfasta þjóna þína gegn böli sjálfs og ástríðna, vernda þá með vökulu auga ástúðar þinnar gegn allri óvild, hatri og öfund, varðveit þá í óvinnandi virki umsjár þinnar og ger þá birtendur þinna dýrlegu tákna óhulta fyrir örvaskotum efasemda. Lýs upp ásjónur þeirra með geisladýrðinni af dagrenningu þinnar guðlegu einingar, gleð hjörtu þeirra með söngvunum sem berast frá þínu heilaga ríki og styrk lendar þeirra af þínu allsráðandi afli frá dýrðarríki þínu. Þú ert hinn örlátasti, verndarinn, hinn almáttugi og náðugi.

-`Abdu'l-Bahá
-----------------------
Vernd (#1761)

Ó Drottinn minn! Þú veist að fólkið er umkringt þjáningum og ógæfu, býr við þrengingar og mæðu. Sérhver raun herjar á manninn og hvers kyns ógn ræðst að honum eins og naðra. Hvergi á hann sér skjól né hæli, nema undir væng verndar þinnar og varðveislu, gæslu og forsjár.

Ó þú miskunnsami! Ó Drottinn minn! Ger þú vernd þína að hertygjum mínum, varðveislu þína að skildi mínu, auðmýkt frammi fyrir dyrum eindar þinnar gæslu mína, og forsjá þína og vörn að aðsetri mínu og virki. Varðveit mig gegn atlögum sjálfs og ástríðna, og vernda mig gegn hverskyns sjúkleika, raunum, erfiðleikum og eldskírn.

Vissulega ert þú vörðurinn, sá er verndar og varðveitir, nægjandinn, og vissulega ert þú miskunnsamastur þeirra sem sýna miskunn.

-`Abdu'l-Bahá
-----------------------

Table of Contents: Albanian :Arabic :Belarusian :Bulgarian :Chinese_Simplified :Chinese_Traditional :Danish :Dutch :English :French :German :Hungarian :Íslenska :Italian :Japanese :Korean :Latvian :Norwegian :Persian :Polish :Portuguese :Romanian :Russian :Spanish :Swedish :Turkish :Ukrainian :